Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Kristín Þorkelsdóttir

  • Höfundar Birna Geirfinnsdóttir og Bryndís Björgvinsdóttir
Forsíða bókarinnar

Fáir hafa skilað af sér jafn mörgum þekktum verkum hér á landi sem skipa viðlíka sess í íslenskri sjónmenningu og grafíski hönnuðurinn Kristín Þorkelsdóttir.

Hún hefur hannað urmul auglýsinga, fjölmargar bókarkápur og ýmis rótgróin merki sem hafa verið landsmönnum sýnileg á skiltum, pappír og skjáum í yfir fimm áratugi, ásamt íslensku peningaseðlunum og vegabréfinu. Kristín stofnaði einnig og rak eina mikilsvirtustu auglýsingastofu landsins um árabil.