Kristján Steingrímur
Fyrir handan liti og form
Glæsilegt rit sem sameinar list og náttúru. Kristján Steingrímur umbreytir jarðvegi í lit og leiðir lesandann inn í nýja sýn á íslenskt landslag og sköpun. Fjölmargar litmyndir gera bókina að sjónarspili og einstæðri upplifun.
Í þessari bók leiðir Kristján Steingrímur lesandann inn í heim þar sem jarðvegur umbreytist í lit og myndlist. Bókin sameinar frásagnir og hugleiðingar listamannsins við fjölmargar litmyndir af verkum sem byggja á íslenskri náttúru og staðarminni. Með þessari aðferð skapar hann ný tengsl á milli efna, lita og sköpunar og dregur fram hið mannlega og tilfinningalega inntak sem býr að baki listinni.
Ritstjóri bókarinnar er Æsa Sigurjónsdóttir listfræðingur og hún ritar einnig inngang. Snæbjörn Guðmundsson jarðfræðingur og Guðmundur Oddur Magnússon myndlistamaður skrifa hugleðingar, hvor frá sínu sjónarhóli. Fyrir handan liti og form er bæði einstök heimild um skapandi feril Kristjáns Steingríms og fagurfræðileg upplifun fyrir lesandann.