Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Kul

Forsíða kápu bókarinnar

Una rambar á barmi kulnunar og er send vestur á firði í glænýtt úrræði, Kul. Þar dvelur hópur fólks í svartasta skammdeginu og reynir að horfast í augu við myrkrið innra með sér. Fyrir vestan sækir fortíðin á Unu og þegar hrikta fer í stoðum meðferðarinnar, og sjálfsmyndar Unu, tekur það sem hefur frosið fast innra með henni að losna úr læðingi.