Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Laun­sát­ur

  • Höfundur Jónína Leósdóttir

Hér glíma rann­sóknar­lög­reglu­konan Soffía og fyrrverandi eigin­maður hennar, sál­fræð­ing­urinn Adam, við margslungið glæpamál. Saman rannsaka þau hverja vísbendinguna á fætur annarri í skugga Covid-19-faraldursins sem lamar lögreglustöðina og litar allt samfélagið. Bækur Jónínu um eftirlaunakonuna Eddu hafa notið mikilla vinsælda. Hér kynnir hún nýjar og spenn­andi persónur til sögunnar.