Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Laus blöð

Ljóð og textar

  • Höfundur Ragnar Helgi Ólafsson
Forsíða bókarinnar

Hér má finna tækifæriskvæði, heilræðavísur, minnismiða, ættjarðarljóð, eggjanakvæði, heimsendatexta, jólalög, ádeilukveðskap, ljóð úr fyrri lífum, ástarsöngva, saknaðarljóð, ferðabálka, athuganir, vögguvísur, erfiljóð, grafskriftir, heimspekileg kvæði, gamankvæði í nokkrum tilbrigðum auk lausavísna.

Bók þessi geymir ljóð og texta frá ýmsum tímum, á lausum blöðum sem bundin hafa verið í til hægðarauka og svo þau glatist síður.

Hér má finna tækifæriskvæði, heilræðavísur, minnismiða, fundin ljóð, eggjanakvæði, heimsendatexta og dægurlagatexta, jólalög, ádeilukveðskap, ljóð úr fyrri lífum, ástarsöngva, saknaðarljóð, ferðabálka, athuganir, vögguvísur, erfiljóð, grafskriftir, heimspekileg kvæði, gamankvæði í nokkrum tilbrigðum auk lausavísna. Flestir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi þótt eflaust falli ekki allt öllum í geð.

Ragnar Helgi Ólafsson er rithöfundur og myndlistamaður. Meðfram ritstörfum hefur hann haldið sýningar hér heima og erlendis.

Hann er handhafi Bókmenntaverðlauna

Tómasar Guðmundssonar og hefur tvívegis verið tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna.