Leiðtoginn

Valdeflandi forysta

Forsíða bókarinnar

Ögrandi og nýstárleg bók um leiðtogafærni sem tekur lesandann með í persónulega og krefjandi vegferð þar sem hann öðlast djúpan sjálfsskilning. Á tímum hraða og örra breytinga er tilfinningagreind leiðtoganum mun mikilvægari en vitsmunagreind þar sem árangurinn endurspeglast ekki í því sem hann gerir – heldur öðru fremur í því hver hann er.