Leyndardómar Valþjófs­staða­hurðar­innar

Forsíða kápu bókarinnar

Skemmtileg þrautabók um Valþjófsstaðahurðina og þær fjölmörgu sögur sem tengjast henni, svo sem myndasöguna sem skreytir hana, sögu timbursins og handverksins og fólksins sem umgekkst hana. Hurðin var í kirkjunni á Valþjófsstað í Fljótsdal í yfir 600 ár og hægt er að sjá eftirlíkingu af henni þar.

En hvað vitið þið um Leyndardóma Valþjófsstaðahurðarinnar? Þessi bók inniheldur skemmtilegar þrautir og þær fjölmörgu sögur sem tengjast hurðinni, t.d. myndasögu um riddarann, drekann og ljónið í efri hring sögu hurðarinnar. Við ferðumst aftur í tímann, innanlands og utan landsteinanna og skoðum hurðina með tilliti til safnastarfs og rannsókna og komumst að ýmsu merkilegu eins og því hvernig hún var á litinn. Í þessu hefti er varpað ljósi á þessar sögur á forvitnilegan máta, og þannig að allir hafi gaman af. Skemmtilegt þrautahefti sem inniheldur orðasúpu, þrautir, sögur, ráðgátur og rúnir.

Útgefendur eru Þjóðminjasafn Íslands og Minjasafn Austurlands. Bókin er samstarfsverkefni safnanna tveggja og styrkt af Safnasjóði.