Höfundur: Blær Guðmundsdóttir

Leyndardómar Valþjófs­staða­hurðar­innar

Skemmtileg þrautabók um Valþjófsstaðahurðina og þær fjölmörgu sögur sem tengjast henni, svo sem myndasöguna sem skreytir hana, sögu timbursins og handverksins og fólksins sem umgekkst hana. Hurðin var í kirkjunni á Valþjófsstað í Fljótsdal í yfir 600 ár og hægt er að sjá eftirlíkingu af henni þar.

Voðagerði Lilja

Velkomin í Voðagerði – hér er allt að óttast! Einn morguninn mætir Lilja í skólann með límband fyrir munninum. Meðal nemenda og kennara kvikna ótal hugmyndir, allar frekar óhugnanlegar. Sjálf er Lilja þögul sem gröfin en augljóslega blundar eitthvað hræðilegt í henni og vei sé öllum í Voðagerði ef það sleppur út. Ekki fyrir viðkvæmar sálir!

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Ljósaserían Dredfúlíur, flýið! Hilmar Örn Óskarsson Bókabeitan Hávarður, Maríus og Bartek eru mættir aftur. Það styttist í jól og holupotvoríurnar hafa ekki gefist upp. Þeim hefur meira að segja borist andstyggilegur liðsauki. Og hver er þessi Ófelía? Er hún holupotvoría í dulargervi? Útsendari þeirra? Eða eitthvað miklu hættulegra? Myndir eftir Blævi Guðmundsdóttur.
Ljósaserían Holupotvoríur alls staðar Hilmar Örn Óskarsson Bókabeitan Hávarður og Maríus eru átta ára og bestu vinir.
Kærókeppnin Embla Bachmann Bókabeitan Davíð og Natalía hafa verið bestu vinir síðan þau fæddust. Þau hafa líka verið að keppa síðan þau fæddust. Nú etja þau kappi í splunkunýrri keppni sem gengur út á að komast í samband. Upphitun sem setur tóninn, brösuglegt upphaf, æsispennandi framvinda og óvæntar lokamínútur.
Ljósaserían: Stúfur og björgunarleiðangurinn Eva Rún Þorgeirsdóttir Bókabeitan Jólakötturinn er alltaf í vondu skapi. Einn daginn ákveður Stúfur að hjálpa honum að finna gleðina og góða skapið sem gerir lífið svo miklu skemmtilegra. En þegar þeir félagar finna lítið lamb í hættu breytist dagurinn í svakalegan björgunarleiðangur!
Norm Blær Guðmundsdóttir Bókabeitan Norm er breskur strákur sem er alinn upp innan um bækur. Dag einn heldur hann til Íslands í leit að fornbók – sömu bók og foreldrar hans voru að leita að þegar þau hurfu fyrir einhverjum árum. Myndlýstur hryllingur í bundnu máli – fyrir þá sem þora!
Sipp, Sippsippanipp og Sippsippanippsippsúrumsipp Blær Guðmundsdóttir Bókabeitan Sipp Sippsippanipp Sippsippanippsippsúrumsipp Systurnar sem ætluðu sko ekki að giftast prinsum!
Sipp, Sippsippanipp og Sippsippanippsippsúrumsipp Blær Guðmundsdóttir Bókabeitan Sipp Sippsippanipp Sippsippanippsippsúrumsipp Systurnar sem ætluðu sko ekki að giftast prinsum!
Stelpur stranglega bannaðar Embla Bachmann Bókabeitan Bíddu ha? Sónarmynd... í símanum hennar ömmu? GÆTU HLUTIRNIR MÖGULEGA ORÐIÐ EITTHVAÐ VERRI? Nýja stelpan í bekknum er búin að stela bestu vinkonu Þórdísar. Staða hennar sem eina stelpan í stórfjölskyldunni er í hættu. Þórdís vonar að þetta séu óþarfa áhyggjur; að hún haldi stöðu sinni í fjölskyldunni og nái að endurheimta bestu vinkonu sína.
Ljósaserían Stúfur fer í sumarfrí Eva Rún Þorgeirsdóttir Bókabeitan Stúfur er kominn í sumarfrí og lætur sig dreyma um að fara í ferðalag. Hann verður himinlifandi þegar Lóa vinkona hans býður honum að koma með sér til Ítalíu! Stúfur skemmtir sér konunglega og lendir í óvæntum ævintýrum í þessu besta sumarfríi lífs hans. Myndir eftir Blævi Guðmundsdóttur.
Stúfur hættir að vera jólasveinn Eva Rún Þorgeirsdóttir Bókabeitan Jólin eru á næsta leiti og Stúfur hlakkar óskaplega mikið til.
Sumarþrautabók Stúfs Eva Rún Þorgeirsdóttir og Blær Guðmundsdóttir Bókabeitan Í bókinni Stúfur fer í sumarfrí fer jólasveinninn Stúfur til Ítalíu með Lóu vinkonu sinni. Hann skemmtir sér konunglega og lendir í nokkrum óvæntum ævintýrum. Í þessari bók eru þrautir og myndir til að lita sem tengjast sumarfríinu hans Stúfs. Þetta er tilvalin bók til að taka með í þitt eigið sumarfrí!
Þrautabók Stúfs Eva Rún Þorgeirsdóttir Bókabeitan Stúfi finnst svakalega gaman aðleysa ráðgátur og þrautir. Í þessari bók eru einmitt alls konar þrautir sem þú getur leyst og myndir til að lita. Hér getur þú meira að segja skrifað þína eigin ráðgátu!