Höfundur: Blær Guðmundsdóttir
Úr eldri árgöngum
Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.
Titill | Höfundur | Útgefandi | Lýsing |
---|---|---|---|
Ljósaserían Dredfúlíur, flýið! | Hilmar Örn Óskarsson | Bókabeitan | Hávarður, Maríus og Bartek eru mættir aftur. Það styttist í jól og holupotvoríurnar hafa ekki gefist upp. Þeim hefur meira að segja borist andstyggilegur liðsauki. Og hver er þessi Ófelía? Er hún holupotvoría í dulargervi? Útsendari þeirra? Eða eitthvað miklu hættulegra? Myndir eftir Blævi Guðmundsdóttur. |
Ljósaserían Holupotvoríur alls staðar | Hilmar Örn Óskarsson | Bókabeitan | Hávarður og Maríus eru átta ára og bestu vinir. |
Ljósaserían Stúfur fer í sumarfrí | Eva Rún Þorgeirsdóttir | Bókabeitan | Stúfur er kominn í sumarfrí og lætur sig dreyma um að fara í ferðalag. Hann verður himinlifandi þegar Lóa vinkona hans býður honum að koma með sér til Ítalíu! Stúfur skemmtir sér konunglega og lendir í óvæntum ævintýrum í þessu besta sumarfríi lífs hans. Myndir eftir Blævi Guðmundsdóttur. |
Sumarþrautabók Stúfs | Eva Rún Þorgeirsdóttir og Blær Guðmundsdóttir | Bókabeitan | Í bókinni Stúfur fer í sumarfrí fer jólasveinninn Stúfur til Ítalíu með Lóu vinkonu sinni. Hann skemmtir sér konunglega og lendir í nokkrum óvæntum ævintýrum. Í þessari bók eru þrautir og myndir til að lita sem tengjast sumarfríinu hans Stúfs. Þetta er tilvalin bók til að taka með í þitt eigið sumarfrí! |
Þrautabók Stúfs | Eva Rún Þorgeirsdóttir | Bókabeitan | Stúfi finnst svakalega gaman aðleysa ráðgátur og þrautir. Í þessari bók eru einmitt alls konar þrautir sem þú getur leyst og myndir til að lita. Hér getur þú meira að segja skrifað þína eigin ráðgátu! |