Höfundur: Blær Guðmundsdóttir

Stelpur stranglega bannaðar

Bíddu ha? Sónarmynd... í símanum hennar ömmu? GÆTU HLUTIRNIR MÖGULEGA ORÐIÐ EITTHVAÐ VERRI? Nýja stelpan í bekknum er búin að stela bestu vinkonu Þórdísar. Staða hennar sem eina stelpan í stórfjölskyldunni er í hættu. Þórdís vonar að þetta séu óþarfa áhyggjur; að hún haldi stöðu sinni í fjölskyldunni og nái að endurheimta bestu vinkonu sína.

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Ljósaserían Dredfúlíur, flýið! Hilmar Örn Óskarsson Bókabeitan Hávarður, Maríus og Bartek eru mættir aftur. Það styttist í jól og holupotvoríurnar hafa ekki gefist upp. Þeim hefur meira að segja borist andstyggilegur liðsauki. Og hver er þessi Ófelía? Er hún holupotvoría í dulargervi? Útsendari þeirra? Eða eitthvað miklu hættulegra? Myndir eftir Blævi Guðmundsdóttur.
Ljósaserían Holupotvoríur alls staðar Hilmar Örn Óskarsson Bókabeitan Hávarður og Maríus eru átta ára og bestu vinir.
Ljósaserían Stúfur fer í sumarfrí Eva Rún Þorgeirsdóttir Bókabeitan Stúfur er kominn í sumarfrí og lætur sig dreyma um að fara í ferðalag. Hann verður himinlifandi þegar Lóa vinkona hans býður honum að koma með sér til Ítalíu! Stúfur skemmtir sér konunglega og lendir í óvæntum ævintýrum í þessu besta sumarfríi lífs hans. Myndir eftir Blævi Guðmundsdóttur.
Sumarþrautabók Stúfs Eva Rún Þorgeirsdóttir og Blær Guðmundsdóttir Bókabeitan Í bókinni Stúfur fer í sumarfrí fer jólasveinninn Stúfur til Ítalíu með Lóu vinkonu sinni. Hann skemmtir sér konunglega og lendir í nokkrum óvæntum ævintýrum. Í þessari bók eru þrautir og myndir til að lita sem tengjast sumarfríinu hans Stúfs. Þetta er tilvalin bók til að taka með í þitt eigið sumarfrí!
Þrautabók Stúfs Eva Rún Þorgeirsdóttir Bókabeitan Stúfi finnst svakalega gaman aðleysa ráðgátur og þrautir. Í þessari bók eru einmitt alls konar þrautir sem þú getur leyst og myndir til að lita. Hér getur þú meira að segja skrifað þína eigin ráðgátu!