Líkamslistamaðurinn

Forsíða bókarinnar

Líkamslistamaðurinn er ein sérstæðasta skáldsaga bandaríska verðlaunahöfundarins Dons DeLillo. Þar segir frá listakonunni Lauren sem tekst á við djúpa sorg eftir að eiginmaður hennar styttir sér aldur. Snilldarlega ofin skáldsaga um ástina, tímann, minnið og þanþol tungumálsins.

.....

Líkamslistamaðurinn er ein sérstæðasta skáldsaga bandaríska verðlaunahöfundarins Dons DeLillo. Þar segir frá listakonunni Lauren sem tekst á við djúpa sorg eftir að eiginmaður hennar styttir sér aldur. Laureen uppgötvar í einu herbergi hússins, þar sem hún og eiginmaður hennar höfðu búið sér heimili, dularfulla mannveru sem talar með rödd eiginmanns hennar. Hann svarar ekki spurningum hennar en fer með orðréttar setningar úr samtölum sem Laureen hafði átt við mann sinn og virðist með einkennilegum hætti „muna framtíðina“. — Snilldarlega ofin skáldsaga um ástina, tímann, minnið og þanþol tungumálsins.

„Frábær.“ – Slate.com

„Knappur skáldsögugimsteinn.“ – People

„Töfrandi, óhugnanleg og ljóðræn.“ – The Atlanta Constitution

Don DeLillo (f. 1936) er einn þekktasti skáldsagnahöfundur Bandaríkjanna og margverðlaunaður fyrir verk sín í heimalandi sínu. Meðal þekktustu bóka hans má nefna White Noise (1985), Libra (1988), Underworld (1998) og The Angel Esmeralda (2012). Líkamslistamaðurinn (The Body Artist, 2001) er fyrsta skáldsagan sem kemur út eftir hann á íslensku.