Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Litháarnir við Laptevhaf

  • Höfundur Dalia Grinkevičiūtė
  • Þýðendur Geir Sigurðsson og Vilma Kinderytė
  • Ritstjóri Rebekka Þráinsdóttir
Forsíða bókarinnar

Þann 14. júní 1941 var Dalia Grinkevičiūtė, 14 ára gömul, meðal þeirra þúsunda íbúa Eystrasaltsríkjanna sem sovésk yfirvöld fluttu nauðuga til Síberíu í þrælkunarvinnu. Bók þessi hefur að geyma minningar hennar frá fyrstu árum útlegðarinnar.

Þær eru vitnisburður um þá hryllilegu meðferð sem útlagarnir þurftu að sæta og viðhaldi mennskunnar í ómanneskjulegum kringumstæðum.