Ljóðasafn

Forsíða kápu bókarinnar

Djúpur og kjartnyrtur skáldskapur, stílbrögðin áhrifamikil, tungutakið meitlað og myndmálið ríkulegt. Yrkisefnin spegla næmi fyrir því óræða og fíngerða, en líka skoplegum hliðum tilverunnar og ekki síður því sem miður fer í torræðum og ögrandi samtíma. Safnið hefur að geyma allar tíu ljóðabækur Guðrúnar frá 2007-2024.

Guðrún Hannesdóttir skipaði sér seint á skáldabekk, en þegar hún hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör árið 2007 var ekki um að villast að erindið var brýnt. Það sama ár kom fyrsta ljóðabók hennar, fléttur, út. Í kjölfarið fylgdu fleiri bækur sem hafa borið hróður hennar víða. Skáldskapur Guðrúnar er djúpur og kjartnyrtur, stílbrögðin áhrifamikil, tungutakið meitlað og myndmálið ríkulegt. Yrkisefnin spegla næmi hennar fyrir því óræða og fíngerða, en líka skoplegum hliðum tilverunnar og ekki síður því sem miður fer í torræðum og ögrandi samtíma.

Bergljót Soffía Kristjánsdóttir bókmenntafræðingur ritar eftirmála, en þar segir m.a.: „Af náttúruljóðum Guðrúnar lýsir einatt sjálf gleði lífsins og aðdáunin á undrum þess ...“