Ljósberi

Fjögur ungmenni rannsaka dularfullan dauða læri­meistara síns. Þeim er öllum gefin skyggnigáfa en eru mislangt á veg komin í að beita henni. Fljótlega blasir við að ekkert af því sem þau þóttust vita um lífið, alheiminn og eðli tilverunnar er eins og þau héldu. Mögnuð fantasía um djöfla og galdra­meistara sem sigraði í samkeppninni um Íslensku barna­bóka­verð­launin 2021.