Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Ljósberi

Fjögur ungmenni rannsaka dularfullan dauða læri­meistara síns. Þeim er öllum gefin skyggnigáfa en eru mislangt á veg komin í að beita henni. Fljótlega blasir við að ekkert af því sem þau þóttust vita um lífið, alheiminn og eðli tilverunnar er eins og þau héldu. Mögnuð fantasía um djöfla og galdra­meistara sem sigraði í samkeppninni um Íslensku barna­bóka­verð­launin 2021.