Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Loddaralíðan

  • Höfundur Berglind Ósk
Forsíða bókarinnar

Ég held fyrirlestur á tækniráðstefnu um hvernig ég komst yfir loddaralíðan og mér að óvörum fæ ég mögnuð viðbrögð, enginn hefur heyrt um hugtakið en allir upplifað þessa líðan. Nokkrum mánuðum síðar hef ég ekki fengið neina endurgjöf í vinnunni og gamalkunni óttinn grípur mig: að ég sé alltof lengi að læra, að ég sé ekki að standa mig, að ég sé ekki eins góð og allir héldu.