Niðurstöður

  • Blekfélagið, félag meistaranema í ritlist

Haustið 82

Haustið 1982 er krefjandi fyrir Möggu. Hún er í erfiðu háskólanámi og námslánin duga skammt, pabbi hennar veikist og mamma hennar gerir bara illt verra. En þegar líður að jólum ákveður Magga að leyfa sér að vera hvatvís og eyða þeim hjá vinkonu sinni í Bandaríkjunum, þó hún sé nýbúin að kynnast spennandi strák. Haustið 82 er eins og önnur haust, fullt af lífi.

Loddaralíðan

Ég held fyrirlestur á tækniráðstefnu um hvernig ég komst yfir loddaralíðan og mér að óvörum fæ ég mögnuð viðbrögð, enginn hefur heyrt um hugtakið en allir upplifað þessa líðan. Nokkrum mánuðum síðar hef ég ekki fengið neina endurgjöf í vinnunni og gamalkunni óttinn grípur mig: að ég sé alltof lengi að læra, að ég sé ekki að standa mig, að ég sé ekki eins góð og allir héldu.

Með skuggann á hælunum

Saga er nýflutt til Kaupmannahafnar með mömmu sinni og stendur frammi fyrir þeirri áskorun að læra annað tungumál og eignast nýja vini. Þegar hún kynnist Kristian, sem er líka nýfluttur til borgarinnar, hefst ævintýralegt og spennandi ferðalag um borgina þar sem þau leysa undarlega ráðgátu. Á sama tíma virðist óhugnalegur skuggi alltaf vera skrefi á eftir þeim.