Lög unga fólksins

Hnyttnar smásögur sem þó snerta á alvörumálum. Fortíðin er ekki langt undan; síðasta lag fyrir fréttir ómar úr gömlu Telefunken-útvarpstæki; fólk sýður bjúgu og hangikjöt; stöku menn halda kindur í fjárkofa heima við hús sín í bænum. Höfundur hefur áður sent frá sér fræðirit, ferðaþætti og fróðleikspistla í bókum og tímaritum.