Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Málið er –

Greinasafn 1980–2020

  • Höfundur Höskuldur Þráinsson
  • Ritstjórar Ásgrímur Angantýsson, Sigríður Sigurjónsdóttir og Eiríkur Rögnvaldsson
Forsíða bókarinnar

Bókin hefur að geyma úrval tímaritsgreina, bókarkafla og áður óbirtra erinda eftir Höskuld. Ritunartíminn spannar fjóra áratugi. Efnið er allt á íslensku og endurspeglar nokkur helstu rannsóknarsvið hans og hugðarefni: hljóðkerfisfræði, bragfræði, setningafræði, málkunnáttufræði, samanburð íslensku og færeysku, málvöndun og málfræðikennslu. Bókin ætti að höfða til málfræðinga, íslenskukennara, háskólanema og fróðleiksfúsra lesenda.