Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Maríubæn í Bagdad

Forsíða bókarinnar

Maha og maður hennar flýja af heimili sínu í Bagdad vegna trúabragðaátaka. Gamall frændi hennar, Youssef, skýtur skjólshúsi yfir þau. Frásagnir Youssefs um friðsælt líf og eðlileg samskipti trúarhópa í Írak eru Möhu framandi. Einstaklega nærfærin saga, skrifuð af listfengi, um kærleika, sársauka og angist kristinnar fjölskyldu á óvissutímum.

Höfundurinn, Sinan Antoon, er einn af virtustu rithöfundum Araba.

Karl Sigurbjörnsson þýddi bókina.

„Rétt eins og snilldarlegum kvikmyndaleikstjóra tekst Antoon að koma til skila á einum sólarhring nútíma íröskum harmleik ... Þetta er skáldsaga sem tekst á við eldfimt viðfangsefni án þess að slá af listrænum kröfum.“– Al Jazeera

„Fyrsta skáldsagan sem lýsir harmleik kristinna manna í Írak ... skrifuð á fögru máli.“ – as-Safir

„Dregur upp yfirgripsmikla mynd af Írak, sögu þess, helgimyndafræði og hinum þungbæra veruleika nútíðar ... Antoon er ekki aðeins að verða fulltrúi óánægjuradda í nútíma Írak heldur einnig einn dáðasti rithöfundur Arabaheimsins.“ – Al-Ahram Weekl