Maríubæn í Bagdad

Forsíða bókarinnar

Maha og maður hennar flýja af heimili sínu í Bagdad vegna trúabragðaátaka. Gamall frændi hennar, Youssef, skýtur skjólshúsi yfir þau. Frásagnir Youssefs um friðsælt líf og eðlileg samskipti trúarhópa í Írak eru Möhu framandi. Einstaklega nærfærin saga, skrifuð af listfengi, um kærleika, sársauka og angist kristinnar fjölskyldu á óvissutímum.

Höfundurinn, Sinan Antoon, er einn af virtustu rithöfundum Araba.

Karl Sigurbjörnsson þýddi bókina.

„Rétt eins og snilldarlegum kvikmyndaleikstjóra tekst Antoon að koma til skila á einum sólarhring nútíma íröskum harmleik ... Þetta er skáldsaga sem tekst á við eldfimt viðfangsefni án þess að slá af listrænum kröfum.“– Al Jazeera

„Fyrsta skáldsagan sem lýsir harmleik kristinna manna í Írak ... skrifuð á fögru máli.“ – as-Safir

„Dregur upp yfirgripsmikla mynd af Írak, sögu þess, helgimyndafræði og hinum þungbæra veruleika nútíðar ... Antoon er ekki aðeins að verða fulltrúi óánægjuradda í nútíma Írak heldur einnig einn dáðasti rithöfundur Arabaheimsins.“ – Al-Ahram Weekl