Niðurstöður

  • Sögufélag

Fulltrúi þess besta í banda­rískri menningu

Orðspor Williams Faulkners í íslensku menningarlífi 1930-1960

Í miðju kalda stríðinu heimsótti bandaríska Nóbelsskáldið William Faulkner Ísland og heillaði landsmenn. Hér er fjallað um bandarísku bylgjuna í íslensku menningarlífi um miðbik 20. aldar. Áhrifa hennar gætti þvert á flokkslínur en á bak við tjöldin hélt bandaríska leyniþjónustan um þræði. Bókin á erindi til alls áhugafólks um bókmenntir og sögu.

Galdur og guðlast

Dómar og bréf I-II

Galdramál 17. aldar eru óhugnanlegur vitnisburður um refsihörku yfirvalda sem á sextíu árum létu brenna eina konu og tuttugu og einn karl á báli. Í þessu tveggja binda verki eru teknir saman allir tiltækir dómar og bréf sem vörðuðu ákæru eða orðróm um galdra á árabilinu 1576-1772. Már Jónsson prófessor bjó til útgáfu og ritar inngang og skýringar.

Saga

Tímarit Sögufélags LIX: 1

Tímaritið Saga kemur út tvisvar á ári, vor og haust. Efni þess tengist sögu og menningu landsins í víðum skilningi. Ritrýndar greinar og viðhorf mynda stærstu efnisþætti tímaritsins. Í Sögu birtast einnig ritdómar og ritfregnir um nýjar bækur er varða sögu, einkum Íslandssögu, og annað efni af sagnfræðilegu tagi. Ómissandi öllum þeim sem hafa áhuga á sögu Íslands.

Saga

Tímarit Sögufélags LIX: 2 2021

Tímaritið Saga kemur út tvisvar á ári, vor og haust. Efni þess tengist sögu og menningu landsins í víðum skilningi. Ritrýndar greinar og viðhorf mynda stærstu efnisþætti tímaritsins. Í Sögu birtast einnig ritdómar og ritfregnir um nýjar bækur er varða sögu, einkum Íslandssögu, og annað efni af sagnfræðilegu tagi. Ómissandi öllum þeim sem hafa áhuga á sögu Íslands.

Þrautseigja og mikilvægi ísl­enskrar tungu

Um notkun dönsku og erlend áhrif á íslensku

Árið 1771 skrifaði rektor Skálholtsskóla til danskra yfirvalda þar sem hann lagði til að íslenska yrði lögð niður. Íslendingar skyldu taka upp dönsku. Hvað gerði það að verkum að framtíð íslenskunnar var tryggð? Við sögu koma baráttumenn íslenskunnar og danskir áhugamenn um íslensku í þessari fyrstu rannsókn á tungumálanotkun og dönskum áhrifum á Íslandi á 18. og 19. öld.

Ættarnöfn á Íslandi

Átök um þjóðararf og ímyndir

Er það einstæður íslenskur þjóðararfur að kenna barn til föður eða móður eða íhaldssemi og fornaldardýrkun? Eru ættarnöfn erlend sníkjumenning sem grefur undan íslensku máli? Hér er rakin saga deilna um ættarnöfn á Íslandi allt frá 19. öld og hvernig þær tengjast sögulegri þróun, svo sem myndun þéttbýlis, uppgangi þjóðernishreyfinga, hernámi Íslands og auknum áhrifum kvenna.