Útgefandi: Sögufélag

Andlit til sýnis

Á safni á Kanaríeyjum finnast brjóstafsteypur frá 19. öld af fólki frá ólíkum heimshornum. Þær endurspegla kynþáttahyggju og rányrkju nýlenduvelda fyrri tíma og áhuga Evrópubúa að stilla upp líkömum til fróðleiks og skemmtunar. Þ.á m. eru brjóstmyndir sjö Íslendinga. Ríkulega myndskreytt frásögn af Íslendingunum og nokkrum öðrum einstaklingum.

Saga Tímarit sögufélags LXI: 1 og 2 2023

Tímaritið Saga kemur út tvisvar á ári, vor og haust. Efni þess tengist sögu og menningu landsins í víðum skilningi. Ritrýndar greinar og viðhorf mynda stærstu efnisþætti tímaritsins. Í Sögu birtast einnig ritdómar og ritfregnir um nýjar bækur er varða sögu, einkum Íslandssögu, og annað efni af sagnfræðilegum toga. Ómissandi öllu áhugafólki.