Mér er um og ó!
15 þjóðsögur um kvenverur
Í bók þessari eru 15 íslenskar þjóðsögur sem Solveig hefur valið, umritað og myndskreytt. Sögurnar skarta allar áberandi kvenpersónum, hvort sem um er að ræða mennskar konur, tröllskessur, huldukonur, kvendrauga o.þ.h. Sumar sögurnar eru vel þekktar en aðrar fáheyrðari.
Myndirnar eru upphafspunktur verksins sem má segja að hafi byrjað með myndlistarsýningu Solveigar, samnefndri bókinni, í Gallerí Gróttu sumarið 2020 . Síðar bættust fleiri myndir og sögur við.
Solveig Thoroddsen er myndlistarmaður, leiðsögumaður og grunnskólakennari að mennt. Hún hefur auk þess fengist við ljóðlist og gefið út tvær ljóðabækur.