Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Meydómur

– sannsaga –

Forsíða bókarinnar

Fullorðin dóttir kynnir sig hér fyrir látnum föður sínum í listilega skrifuðu bréfi sem jafnframt er bréf til ungu meyjarinnar sem hún eitt sinn var. Meydómur er saga af leiðinni sem hún fetar frá sakleysi bernskunnar til uppreisnar unglingsáranna þegar meydómi hennar lýkur. Saga sem rífur í hjartarætur lesandans.

„Hún ætlaði alltaf að skrifa þér bréf, segja að hún elskaði þig, segja að hún hataði þig segja hver hún væri, að hún væri skyggn, að hún væri önnur, að hún væri falleg og fyndi til, segja þér til syndanna, segja þú værir ljótur, að þú værir vondur, segja að hún vildi eignast pabba, að föðurgervið væri lélegt og trúðsgervið sömuleiðis, já, hún ætlaði alltaf að skrifa þér bréf eins og Kafka, spyrja hvort þú héldir virkilega að þú værir tvíburabróðir guðs.“

Fullorðin dóttir skrifar látnum föður sínum bréf sem jafnframt er bréf til ungu meyjarinnar sem hún eitt sinn var. Meydómur er saga af leiðinni sem hún fetar frá sakleysi bernskunnar til uppreisnar unglingsáranna þegar meydómi hennar lýkur.

„Hlín veitir fágæta innsýn í hugarheims barns, ekki síst stúlkubarns, sem reynir að átta sig á kvenleikanum. Frásögnin er full af harmi og gleði sem verður aldrei yfirborðsleg.“

– Sæunn Kjartansdóttir

„Saga sem rífur í hjartarætur lesandans.“

– Rúnar Helgi Vignisson