Meydómur

Meydómur er bréf sem fullorðin dóttir skrifar látnum föður sínum. Í bréfinu lýsir hún því hvernig það var að vera stelpa, lítil stelpa sem átti pabba sem virtist ekki þekkja hana þótt þau byggju undir sama þaki. Nú er hann dáinn og hún harmar að hann hafi aldrei kynnst henni þegar hún var barn. Bókin lýsir viðburðaríkri og erfiðri ferð litlu stelpunnar allt frá sakleysi bernskunnar til uppreisnar gegn foreldravaldi á unglingsárunum þegar meydómi hennar lýkur.

„Meydómur Hlínar Agnarsdóttur er með áhugaverðustu skáldverkum síðasta árs. Hún er frábærlega skrifuð, fagmannlega upp byggð og á vonandi eftir að ná til sem flestra. Konur af kynslóð höfundar munu gleypa hana í sig, yngri og eldri konur vafalaust líka, og fyrir karlmenn ætti bókin einfaldlega að vera skyldulesning.“
– Soffía Auður Birgisdóttir