Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Millibilsmaður

  • Höfundur Hermann Stefánsson
Forsíða bókarinnar

Heimildaskáldsaga frá fyrstu árum 20. aldar. Læknishjón eru nýflutt að norðan. Í Reykjavík geisar mikið fár yfir hinni nýju stefnu, spíritismanum. Bærinn er klofinn, jafnt í afstöðu sinni til sjálfstæðismála sem spíritisma, þar sem vísindi og trú eiga að fallast í faðma. Læknirinn er krafinn svara um hin dularfullu fyrirbrigði á miðilsfundum.

Reykjavík á fyrstu árum tuttugustu aldar. Læknishjónin eru nýflutt norðan af Akureyri. Í höfuðstaðnum geisar mikið fár yfir hinni nýju stefnu, spíritismanum. Á andafundum er ungur maður sem þykir sýna fádæma miðilshæfileika, svo magnaða að slíkt hafi hvergi sést í víðri veröld. Um hann er stofnað félag.

Hin nýja borgarastétt er klofin, jafnt í afstöðu sinni til spíritismans, þar sem vísindi og trú eiga að fallast í faðma, sem og í skoðunum á sambandi Íslands við Danmörku. Til læknishjónanna koma helstu forkólfar andatrúarstefnunnar og vilja fá einhvern sem ekki trúir til að rannsaka vísindalega þau dularfullu fyrirbrigði sem verða á miðilsfundum. Skáldsagan Millibilsmaður er fimmtánda skáldverk Hermanns Stefánssonar og er að hluta byggð á heimildum.