Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Mold er bara mold

Litla systir mín fjöldamorðinginn

  • Höfundur Almar Steinn Atlason
Forsíða kápu bókarinnar

Þetta er sagan af Beggu Sól, ævintýraleg hetjusaga í þremur hlutum um erfiðleika, ofbeldi, afleiðingar, sorgir og glórulaust klúður. Við fylgum Beggu eftir í gegnum völundarhús skriffinnskuvélarinnar, myrkar dýflissur þeirra valdagráðugu og virðulegu og út í raunir órablámans – handan þokunnar, réttlætisins og fjallanna.

Misskilningurinn er sannarlega það besta sem gvuð hefur fært manninum. Án hans gætum við aldrei elskað hvert annað.

Mold er bara mold er fyrsta skáldsaga Almars Steins Atlasonar, sem er landsmönnum að góðu kunnur vegna gjörninga sinna og málverka. Hér hannar Almar kassa utan um höfundarverk sitt sem er í þremur hlutum:

Með Venus í skriðdreka

Þindarlaus frásögn af erfiðum degi manns í Efra-Breiðholti

Frelsið er takmarkað