Morðhórur

Forsíða kápu bókarinnar

Smásögurnar í þessu safni eru álitnar með því besta sem chilenski rithöfundurinn Roberto Bolaño skrifaði og nokkrar þeirra eru þegar orðnar klassík í samtímabókmenntum.

Hér koma fyrir öll helstu einkenni og efnistök höfundarins, ofbeldi, ljóðlist og glötuð æska ásamt umkomuleysinu sem heltekur viðkvæmar sálir í framandi heimi. Bolaño er í senn hrár og ljóðrænn í verkum sínum og gæddur bæði undraverðri frásagnargáfu og kímnigáfu. Hann mun vera einn helsti öndvegishöfundur sem komið hefur fram á þessari öld.

Bókin er riso-prentuð og handsaumuð á prentverkstæði Skriðu.