Höfundur: Ófeigur Sigurðsson

Ástand Íslands um 1700

Lífshættir í bændasamfélagi – Kilja

Hvernig var að búa á Íslandi á tímum bændasamfélagsins, landi bænda og sjómanna, höfðingja og almúgamanna? Í bókinni er lýst lífsháttum Íslendinga í upphafi 18. aldar og fjallað um fjölskyldur og heimili; jarðir, byggðaskipan og búsvæði; lífskjör þjóðfélagsstétta; fátækt og ríkidæmi.

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Far heimur, far sæll Ófeigur Sigurðsson Forlagið - Mál og menning Fjórir grímuklæddir menn brjótast eina vetrarnótt snemma á 19. öldinni inn á bæinn Kamb, binda heimilisfólk og berja og ræna verðmætum. Í þessari skáldsögu fylgjumst við með rannsókn málsins en þetta er ekki venjuleg sakamálasaga enda er hún sögð af framliðnum dreng sem fylgir Þuríði formanni, konunni sem upplýsir málið.
Skrípið Ófeigur Sigurðsson Forlagið - Mál og menning Hér segir vesturíslenskt tónskáld frá tónleikum sem hann stóð fyrir í Eldborgarsal Hörpu þar sem hinn látni píanóleikari Horowitz endurflutti tónleika sína frá Ríkistónlistarskólanum í Moskvu árið 1986. Skrípið er heillandi og hugmyndarík skáldsaga eftir einn áhugaverðasta höfund landsins sem birtist hér lesendum í miklu stuði.