Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Mótbyr í Ólafsvík – Meðbyr í Ólafsfirði

  • Höfundur Atli Rúnar Halldórsson
Forsíða kápu bókarinnar

Séra Helgi Árnason var prestur í Ólafsvík 1882-1908 og í Ólafsfirði 1908-1924. Hann missti eiginkonu sína og tvo syni þeirra, kvæntist mágkonu sinni og þau misstu þrjá syni af alls fjórum. Sorgarferli, átök við sýslumanninn í Stykkishólmi, og landsmálapólitík tvinnast saman í frásögn sem sýnir að stundum eru staðreyndir lygilegri en skáldskapur.