Mótbyr í Ólafsvík – Meðbyr í Ólafsfirði
Séra Helgi Árnason var prestur í Ólafsvík 1882-1908 og í Ólafsfirði 1908-1924. Hann missti eiginkonu sína og tvo syni þeirra, kvæntist mágkonu sinni og þau misstu þrjá syni af alls fjórum. Sorgarferli, átök við sýslumanninn í Stykkishólmi, og landsmálapólitík tvinnast saman í frásögn sem sýnir að stundum eru staðreyndir lygilegri en skáldskapur.