Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Goðheimar 14 Múrinn

Forsíða kápu bókarinnar

Næstsíðasta bókin í þessum vinsæla myndasagnabálki. Frjósemisguðinn Freyr fær augastað á jötnameyjunni Gerði og Þjálfi er sendur til Gymisgarða í gervi Skírnis skósveins til þess að sannfæra stúlkuna um að eiga stefnumót við guðinn. Sú ferð reynist sannkallað hættuspil því að Ragnarök nálgast óðum og mikill jötnaher hefur safnast fyrir á staðnum.