Næturheimsókn

Forsíða bókarinnar

Jökull Jakobsson var eitt vinsælasta leikskáld landsins og ástsæll útvarpsmaður. Ferilinn hóf hann hins vegar sem sagnaskáld og árið 1962 sendi hann frá sér smásagnakverið Næturheimsókn. Jökull hefði orðið níræður á árinu og af því tilefni kemur bókin út í nýrri útgáfu. Sögurnar gefa glögga innsýn í íslenskt samfélag á mótunarskeiði.