Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Naustið

Forsíða kápu bókarinnar

Óhefðbundin saga sem gerist á þremur sumardögum og fjallar um náin tengsl þriggja persóna. Bókin kom fyrst út 1989 og markaði upphafið að velgengni höfundarins í heimalandinu, en haustið 2023 hlaut Jon Fosse Nóbelsverðlaunin í bókmenntum.

Síendurtekin stef mynda sterk hugrenningatengsl en það sem gerist í raun og veru er samt sem áður ófyrirsjáanlegt enda þótt vinátta, ást, afbrýðisemi og dauði séu í forgrunni.

Áður hafa komið út á íslensku eftir Jon Fosse: Morgunn og kvöld, Þríleikurinn (Andvaka, Draumar Ólafs og Kvöldsyfja), en fyrir það verk hlaut höfundirinn Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs, og Þetta er Alla.