Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Neðanjarðarjárnbrautin

Forsíða bókarinnar

Cora er þræll á bómullarökrunum í Georgíuríki. Þrælafélagar hennar frá Afríku hafa útskúfað henni og sem nýorðin fullþroska kona veit hún að hennar bíða stærri og meiri raunir. Þegar Caesar, þræll sem er nýkominn á plantekruna frá Virginíu, hvetur hana til að flýja með sér í neðanjarðarjárnbrautina grípur hún tækifærið. Margverðlaunað meistaraverk.

Neðanjarðarjárnbrautin er frábærlega vel ofin saga um grimm örlög þræla sem fluttir voru í hlekkjum frá Afríku, en líka örlagaskeið í sögu bandarísku þjóðarinnar. Áhrifamikil saga einstaklinga og um leið kraftmikil hugleiðing um sögu sem er ótrúlega skammt undan og á sér ýmsar hliðstæður sem standa okkur nærri.

Neðanjarðarjárnbrautin er ein fárra skáldsagna sem hlotið hafa bæði virtustu bókmenntaverðlaun Bandaríkjanna; Pulitzerverðlaunin og National Book Award, auk þess sem hún var valin ein af 100 bestu bókum aldarinnar af Guardian. Colson Whitehead hlaut svo Pulitzerverðlaunin aftur fyrir bók sína, Nickel-strákarnir.

Árni Óskarsson þýddi.

"Algjörlega mögnuð saga." Kolbrún Bergþórsdóttir, Kiljan

„Náðu þér í bókina, og svo annað eintak fyrir einhvern sem þú þekkir því þú veist að þú munt vilja tala um hana um leið og þú ert búin að lesa síðustu hjartaskerandi blaðsíðuna.“

Oprah Winfrey (Bókaklúbbur Oprah Winfrey)

„Heillandi skáldsaga ... gríðarlega mikilvæg saga fyrir skilning okkar á bandarískri fortíð og nútíð.“

New York Times

„Þessi saga setur Colson Whitehead í hóp allra bestu bandarísku höfunda. Neðanjarðarjárnbrautin er meistaraverk, bæði nístandi skjal um miskunnarlausa sögu og einstakt, afburðasnjallt skáldverk.“

Michael Schaub, NPR