Nornirnar

Lítill drengur býr hjá ömmu sinni. Helstu óvinir þeirra eru nornir en þær þola ekki börn og vilja útrýma þeim með æðstu aðalnorn fremsta í fylkingu. Tekst þeim ætlunarverk sitt? Eða tekst þeim eitthvað annað eins og breyta börnum einhvern veginn? Hver stendur uppi sem sigurvegari? Fyndin, skemmtileg og ljúfsár bók frá hinum snjalla sögumanni Roald Dahl. Endurútgáfa.