Niðurstöður

  • Kver bókaútgáfa

Á hjara veraldar

Hópur vaskra drengja er sendur út í Kappadranga í árlega manndómsvígslu að veiða sjófugl og ná í egg. En nú kemur enginn að sækja þá. Hvað hefur gerst, hvenær verða þeir sóttir? Þeir mega dúsa í erfiðum aðstæðum og þegar á reynir kemur innri maður í ljós. Spennandi, hjartnæm og vel skrifuð bók eftir Geraldine McCaughrean. Bókin hlaut Cilip Carnegie verðlaunin.

Gírafína og Pellinn og ég

Elli á sér þann draum stærstan að eiga sælgætisbúð, fyllta með heimsins besta sælgæti frá gólfi upp í rjáfur og hann hefur ákveðið hús í huga. Einn daginn er merki í glugganum á þessu húsi sem segir: „Seljað"! Inn eru flutt gíraffi, pelíkani og api, Stigalausa gluggaþvottagengið. Og ævintýrin fara að gerast! Dásamleg bók frá hinum eina sanna Roald Dahl.

Kaldaslóð

Fyrsta bókin í bókaflokki um Juncker, reyndan lögreglumann, sem rannsakar stórbrotið morðmál. Karlmaður er myrtur og eiginkona hans horfin. Fyrrverandi félagi Junckers, Signe Kristiansen, rannsakar mannskæða sprengingu á jólamarkaði í Kaupmannahöfn. Slóðin er köld en svo berst óvænt ábending. Þræðir fléttast saman. Æsispennandi til síðustu blaðsíðu.

Meinsemd

Sjálfstætt framhald Kölduslóðar. Morðrannsókn tengist fortíð Junckers. Charlotte eiginkona hans, blaðamaður, rannsakar hvort hægt hefði verið að afstýra hryðjuverkaárásinni hálfu ári fyrr. Signe, félagi Junckers í Kaupmannahafnarlögreglunni, aðstoðar hana. Tengsl virðast vera milli hryðjuverksins og óhugnanlegs morðs. Bók sem ekki er hægt að leggja frá sér.

Nornirnar

Lítill drengur býr hjá ömmu sinni. Helstu óvinir þeirra eru nornir en þær þola ekki börn og vilja útrýma þeim með æðstu aðalnorn fremsta í fylkingu. Tekst þeim ætlunarverk sitt? Eða tekst þeim eitthvað annað eins og breyta börnum einhvern veginn? Hver stendur uppi sem sigurvegari? Fyndin, skemmtileg og ljúfsár bók frá hinum snjalla sögumanni Roald Dahl. Endurútgáfa.

Útlagarnir Scar­­lett & Browne

Frásögn af fífldjörfum hetjudáðum og bíræfnum glæpum.

Ný sería úr smiðju meistara Jonathans Strouds um Scarlett McCain sjálfstæða stelpu sem kallar ekki allt ömmu sína og óvæntan en einstakan ferðafélaga hennar Albert Browne. Sögusviðið er sundurslitið Bretland í framtíðinni eftir náttúruhamfarir og stríð. Ofvaxin rándýr ráfa um og náberarnir hryllilegu leynast víða. Spennandi, heillandi og full af húmor.