Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Ný byrjun í Höllinni

  • Höfundur Sigrún Elíasdóttir
  • Lesari Sólveig Guðmundsdóttir og Berglind Alda Ástþórsdóttir
Forsíða kápu bókarinnar

Kvikmyndatökulið flykkist inn í litla þorpið Eyravík og setur allt á annan endann. Með Trausta sér við hlið þarf Saga að tryggja að allt gangi upp - og í leiðinni kynnast þau tvö betur en nokkru sinni áður. Emilía kemur til þorpsins á flótta undan kulnandi ástarsambandi. Þetta átti að vera stundarflótti en hver veit, kannski er þetta ný byrjun?