Ný byrjun í Höllinni
Kvikmyndatökulið flykkist inn í litla þorpið Eyravík og setur allt á annan endann. Með Trausta sér við hlið þarf Saga að tryggja að allt gangi upp - og í leiðinni kynnast þau tvö betur en nokkru sinni áður. Emilía kemur til þorpsins á flótta undan kulnandi ástarsambandi. Þetta átti að vera stundarflótti en hver veit, kannski er þetta ný byrjun?