Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Óbragð

  • Höfundur Guðrún Brjánsdóttir
Forsíða bókarinnar

Grátbrosleg ástar- og ferðasaga um Hjalta, sem hefur siglt í strand í lífinu og leitar á náðir sjálfshjálparhópsins Kakófylkingarinnar. Áður en varir er hann kominn á bólakaf í hugleiðslu og kakódrykkju, en ekki er allt sem sýnist í þessum ágæta félagsskap.

„Þetta er létt samtímasaga sem veitir afþreyingu og eitthvað til að hugsa um og það er kúnst að gera það vel.“

Gréta Sigríður Einarsdóttir / Víðsjá

„Endilega grípið Óbragð með ykkur í sólarlanda- eða sumarbústaðaferðina […] þið sjáið ekki eftir því.“

Rebekka Sif Stefánsdóttir / Lestrarklefinn

„Sagan er sögð á fyndinn og galgopalegan hátt og sumar aðstæðurnar sem sérstaklega Kakó-fylkingin lendir í eru sprenghlægilegar ... Guðrún Brjánsdóttir sýnir í þessari bók að hún hefur gott vald á því að segja sögur og búa til persónur.“

Brynhildur Björnsdóttir / Fréttablaðið

„Þetta er í heildina hressandi skemmtisaga.“

Kolbrún Bergþórsdóttir / Kiljan

„Aðalpersónan Hjalti er mjög vel gerður og maður fær ríka samúð með honum.“

Sunna Dís Másdóttir / Kiljan