Óbragð

Forsíða bókarinnar

Grátbrosleg ástar- og ferðasaga um Hjalta, sem hefur siglt í strand í lífinu og leitar á náðir sjálfshjálparhópsins Kakófylkingarinnar. Áður en varir er hann kominn á bólakaf í hugleiðslu og kakódrykkju, en ekki er allt sem sýnist í þessum ágæta félagsskap.

„Þetta er létt samtímasaga sem veitir afþreyingu og eitthvað til að hugsa um og það er kúnst að gera það vel.“

Gréta Sigríður Einarsdóttir / Víðsjá

„Endilega grípið Óbragð með ykkur í sólarlanda- eða sumarbústaðaferðina […] þið sjáið ekki eftir því.“

Rebekka Sif Stefánsdóttir / Lestrarklefinn

„Sagan er sögð á fyndinn og galgopalegan hátt og sumar aðstæðurnar sem sérstaklega Kakó-fylkingin lendir í eru sprenghlægilegar ... Guðrún Brjánsdóttir sýnir í þessari bók að hún hefur gott vald á því að segja sögur og búa til persónur.“

Brynhildur Björnsdóttir / Fréttablaðið

„Þetta er í heildina hressandi skemmtisaga.“

Kolbrún Bergþórsdóttir / Kiljan

„Aðalpersónan Hjalti er mjög vel gerður og maður fær ríka samúð með honum.“

Sunna Dís Másdóttir / Kiljan