Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Ævintýri morgunverðarklúbbsins Ófreskjan í skólanum

  • Höfundur Marcus Rashford
  • Þýðandi Gunnar Kr. Sigurjónsson
Forsíða kápu bókarinnar

Það er eitthvað undarlegt á seyði í skólanum. Körfuboltalið skólans hefur gengið í gegnum mikla taphrinu undanfarið. Þá hefur draugaleg vera sést á sveimi í íþróttasalnum og heyrst hefur að bölvun hvíli á liðinu. Félagar í rannsóknarteymi morgunverðarklúbbsins vilja komst að hinu sanna í þessu. Það verður þó ekki auðvelt.

Geta Marcus, Lise, Stacey og Asim afhjúpað leyndardóminn fyrir úrslitaleikinn? Eða mun álagið hugsanlega sundra vinahópnum?

Þessi æsispennandi bók er úr smiðju knattspyrnukappans Marcus Rashford og hefur hún fengið mjög góða dóma hjá lesendunum.