Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Olía

Sex konur á ólíkum aldri samlagast ekki umhverfi sínu heldur rjúfa sífellt endurtekin mynstur og hella olíu á eldinn. Hér fáum við örstutt brot úr lífi hverrar og einnar, sem fléttast saman á óvæntan hátt. Svikaskáld skipa sex skáldkonur sem vakið hafa athygli fyrir verk sín: Þórdís Helgadóttir, Þóra Hjörleifsdóttir, Sunna Dís Másdóttir, Ragnheiður Harpa Leifsdóttir, Melkorka Ólafsdóttir og Fríða Ísberg.