Olía

Sex konur á ólíkum aldri samlagast ekki umhverfi sínu heldur rjúfa sífellt endurtekin mynstur og hella olíu á eldinn. Hér fáum við örstutt brot úr lífi hverrar og einnar, sem fléttast saman á óvæntan hátt. Svikaskáld skipa sex skáldkonur sem vakið hafa athygli fyrir verk sín: Þórdís Helgadóttir, Þóra Hjörleifsdóttir, Sunna Dís Másdóttir, Ragnheiður Harpa Leifsdóttir, Melkorka Ólafsdóttir og Fríða Ísberg.