Öll nema fjórtán

Sögur úr Vesturbænum og víðar

Forsíða bókarinnar

Sögur úr æsku í Vesturbænum og í Mosfellssveit, um lífið í Meló, Hagó, Versló, Íþróttakennaraskólanum og lagadeildinni, sögur af fjölskyldunni, frá vinnu á sjó og landi. Margt hefur drifið á daga gamla markmannsins í rúma sjö áratugi, og hann kann svo sannarlega að segja sögur þannig að lesandinn leggur við hlustir og vill heyra meira.

Þetta eru sögur, segir höfundurinn um bókina ÖLL NEMA FJÓRTÁN − og ég er að segja þær eins vel og ég get.

Sögur úr æsku í Vesturbænum og í Mosfellssveit, um lífið í Meló, Hagó, Versló, Íþróttakennaraskólanum og lagadeildinni, sögur af fjölskyldunni á fullorðinsárum, frá vinnu á sjó og landi. Sögur um pílu og golf, ferðalög og ævintýr, en fyrst um fremst um fótboltann, um KR, KSÍ og landsliðið, og um íslenska og erlenda knattspyrnumenn í leik og störfum.

Margt hefur drifið á daga gamla markmannsins í rúma sjö áratugi, og Guðmundur kann svo sannarlega að segja sögur þannig að lesandinn leggur við hlustir og vill heyra meira. Titillinn – ÖLL NEMA FJÓRTÁN − tengist eftirminnilegum knattspyrnuleik sem höfundurinn tók þátt í fyrir margt löngu – leik þar sem Guðmundur Pétursson varði öll skot, nema 14 …