Ömmusögur

Forsíða kápu bókarinnar

Rúm níutíu ár eru síðan Ömmusögur Jóhannesar úr Kötlum komu fyrst út með teikningum eftir Tryggva Magnússon. Bókin hefur verið ófáanleg um langa hríð en kemur nú út á ný í vandaðri umgjörð. Líkt og hin sívinsæla bók Jólin koma geymir hún sígildan kveðskap fyrir unga sem aldna og miðlar hinum sanna jólaanda.