Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Opið haf

  • Höfundur Einar Kárason
Forsíða bókarinnar

Mögnuð frásögn um ótrúlega mannraun. Fiskibát hvolfir úti á opnu hafi í vetrarmyrkri og brátt er aðeins einn sjómannanna eftir ofansjávar. Einn maður andspænis algeru ofurefli, bjargarlaus á óravíðu hafi. Í örvæntingu syndir hann af stað … Einar Kárason segir hér frá bráðum lífsháska og sterkum lífsvilja, og byggir verkið á sönnum atburði.