Ormhildarsaga Ormhildur & Jóla­ruddarnir

Forsíða kápu bókarinnar

Jól á Breiðholtseyju, Reykjanefseldfjall gýs hvítri ösku yfir eyjabúa og allur jólamaturinn er horfinn! Þorpsbúa grunar að jólasveinarnir sjálfir séu komnir aftur á kreik að hnupla.

Ormhildur og vinir hennar fara af stað til að bjarga jólunum.

Sagan af Ormhildi og jólaruddunum er hluti af stærri sagnaheimi Ormhildarsögu.

Ormhildur og jólaruddarnir er saga sem gerist í framtíð þar sem að jöklarnir hafa flætt yfir Ísland og skorið landið í eyjur. Undan jöklunum komu allir þeir vættir sem skrifað hafði verið um í þjóðsögunum, skoffín, nykrar, næturtröll og fleira. Bókin fjallar um Ormhildi og Albert sem halda jól í Breiðholtseyju . En allur jólamatur er horfinn á eyjunni hvergi má finna kjöt. Það er ljóst að jólasveinarnir sjálfir eru komnir á kreik og hafa stolið öllum jólamat eyjaskeggja. Ormhildur, Albert og vinir halda af stað í ævintýri að stöðva jólasveinana. Að lokum finna þau Grýlu sjálfa sem breyst hafði í eldfjallið Reykjanefseldfjall og spúir öldu og ösku. Nær Ormhildur að bjarga deginum, sættast við jólasveinana og frelsa Grýlu?

Sagan snertir marga fleti, hún er fyndin, einlæg og kynnir íslenska þjóðtrú á nýstárlegan máta. Hún fjallar líka um hlýnun jarðar og náttúruvernd á óbeinan hátt ásamt því að tala um mikilvægi sátta og samtals.