Órói

- Krunk hrafnanna

Forsíða bókarinnar

Gömul, stórfurðuleg kona verður á vegi Svandísar sem flækist inn í spennuþrunginn ævintýraheim álfa, skuggafólks, kynjaskepna og drauga. Þegar Þráinn, nýi strákurinn í bekknum, bætist í vinahópinn kvikna nýjar tilfinningar og ástamálin flækjast.

Í Óróa renna raunheimar og hulduheimar saman. Svandís og vinir hennar komast að ráðabruggi álfa og skuggafólks og það stefnir í blóðugan bardaga milli fylkinganna. Það reynir á útsjónasemi, þor og dirfsku Svandísar og vina hennar ef þeim á að takast að leysa vin úr haldi, finna falinn fjársjóð og stöðva yfirvofandi stríð.