Örvænting

Forsíða bókarinnar

Landsþekkt fjölmiðlakona vaknar fangin á köldum og myrkum stað. Fljótlega kemur í ljós að henni hefur verið rænt og hún er ekki einsömul. Í kappi við klukku sem telur niður neyðast hin föngnu til að velta við áratugagömlu sakamáli til að eiga möguleika á að komast af.

Hin margreynda rannsóknarlögreglukona Bergþóra og nýliðinn Jakob rannsaka dularfull hvörf þekktra einstaklinga úr þjóðfélaginu. Vísbendingar eru af skornum skammti, allt virðist vinna gegn þeim og óvæginn tifar tíminn.

Örvænting er önnur skáldsaga Önnu Margrétar Sigurðardóttur en áður birtist Hringferðin, sem jafnframt státar af hinu stórskemmtilega tvíeyki, Bergþóru og Jakobi. Hér er á ferðinni sannkölluð þeysireið, spennandi og áhugaverð glæpasaga sem spyr áleitinna spurninga.

„“