Öskrið
Ekkert bendir til þess að dauða Freyju hafi borið að með saknæmum hætti - ekkert nema rósirnar og samúðarkveðjan. Skömmu síðar lyppast umdeildur þingmaður niður í mathöll í Reykjavík og liggur fyrir dauðanum. Læknarnir finna enga orsök. Ofan á þetta erfiða sakamál þarf rannsóknarlögreglukonan Bergþóra að takast á við eigin djöfla.