Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Óvissa

  • Höfundur Anna Ólafsdóttir Björnsson
Forsíða bókarinnar

Horfinn eiginmaður, kafbátaumferð í Reykjavíkurhöfn að næturþeli og ímyndunarveikur unglingur. Allt eru þetta óvæntar hliðar á nýju máli sem vinirnir Linda Lilja og Gabríel sogast inn í. Hörkuspennandi bók þar sem gullleit, njósnir og glæpir koma við sögu. Sjálfstætt framhald Mannavillt sem kom út 2021 og hlaut góða dóma.

Horfinn eiginmaður, kafbátaumferð í Reykjavíkurhöfn að næturþeli og ímyndunarveikur unglingur. Allt eru þetta óvæntar hliðar á nýju máli sem vinirnir Linda Lilja og Gabríel sogast inn í. Þau eru ekki hinir dæmigerðu spæjarar, bæði stödd á tímamótum í lífi sínu og hafa nóg á sinni könnu. Engu að síður ákveða þau að reyna að komast til botns í atburðarás sem vekur villtar spurningar um gullleit, njósnir og ýmislegt fleira. Svörin koma á óvart þótt þau ættu að liggja í augum uppi.

Fyrsta glæpasaga Önnu Ólafsdóttur Björnsson, Mannavillt, kom út 2021 og var vel tekið. Þar þótti kveða við nýjan tón í íslenskri glæpasagnagerð með ævintýralegri frásögn og óvenjulegu sögusviði. Í Óvissu leitar Anna á önnur mið, ekki síður nýstárleg.