Persepólis II

Forsíða kápu bókarinnar

Seinni hlutinn af ógleymanlegri uppvaxtarsögu íranska höfundarins Marjane Satrapi (f. 1969), sem fór sigurför um heiminn þegar hún kom fyrst út. Spaugilegar hversdagssenur í lífi höfundar og harmleikur þjóðar fléttast listilega saman í þessari margrómuðu teiknimyndasögu sem lætur engan ósnortinn.