Petra paprika og innrásin
Enn á ný skyggnumst við inn í ævintýraheim Petru papriku og litríku matvælanna. Ógn steðjar að Líkamanum og mikilvæg skilaboð frá Ónæmiskerfinu berast á Heilsustofnun Líkamans. Petra paprika og félagar þurfa að bregðast hratt við. Bókin er ríkulega myndskreytt og textinn hentar yngstu lesendunum vel.
Ævintýri, húmor og fróðleikur um næringu og ónæmiskerfið fléttast saman í nýrri og spennandi sögu um Petru papriku. Petra paprika og innrásin er önnur bókin um ævintýraheim Petru papriku og hinna litríku matvælanna. Höfundurinn Hafdís Helgadóttir er næringarfræðingur og kennari. Hún gaf út sína fyrstu barnabók, Ævintýri Petru papriku, árið 2024. Markmið bókanna um Petru papriku er að auka næringarlæsi barna.