Piparmeyjar
Fröken Thora og saga einhleypra kvenna á Íslandi
Hvaða augum leit fólk piparmeyjar og hvaða augum litu þær sig sjálfar? Höfðu þær raunverulegt val í lífinu? Fróðlegt og aðgengilegt sagnfræðirit byggt á metnaðarfullri rannsókn á ævi og kjörum einhleypra, íslenskra kvenna á umbrotatímum í kvennasögunni. Í aðalhlutverki er heillandi safn einkabréfa Reykjavíkurstúlkunnar Thoru Friðriksson.