Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Prjónadraumar

  • Höfundur Sjöfn Kristjánsdóttir
Forsíða bókarinnar

Hér má finna glæsilegar flíkur fyrir fullorðna og börn: peysur, sett, sokka, vettlinga og ýmislegt annað sem hugurinn girnist. Sjöfn Kristjánsdóttir hefur prjónað allt sitt líf og er löngu orðin þekkt fyrir fallegar uppskriftir. Leiðbeiningarnar eru allar skrifaðar á mannamáli og eru aðgengilegar jafnt grænjöxlum og þrautreyndum prjónurum.

Prjónaskapur er dásamlegt áhugamál sem leiðir ekki aðeins af sér fallegar flíkur heldur gefur hugarró, andlega næringu og gleði í hjarta.