Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Rætur

Á æskuslóðum minninga og mótunar

Ólafur Ragnar Grímsson sýnir hér nýja hlið á manni sem flestir telja sig þekkja vel. Meitluð mynd, sannfærandi, hreinskilin og persónuleg. Hér leitar Ólafur upprunans og svara við fjölmörgum spurningum: Hvað markaði brautir lífsins? Hverjir mótuðu strákinn að vestan? Hvar er innri mann að finna?