Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Rætur Völuspár

  • Ritstjórar Þórhallur Eyþórsson og Pétur Pétursson
Forsíða bókarinnar

Völuspá er mikilfenglegasta kvæði norrænna miðalda og í þessari bók eru átta greinar frá málþinginu „Völuspá — Norrænn dómsdagur“. Fjallað er um rannsóknir á miðaldatextum með áherslu á nýjar rannsóknir á Völuspá og tengsl kvæðisins við myndræna túlkun miðalda svo og frásagnir er fjalla um endalok heimsins, dómsdag, nýjan himin og nýja jörð.

Í þessari bók er að finna átta greinar sem eru að stofni til fyrirlestrar frá málþinginu „Völuspá — Norrænn dómsdagur“ sem haldið var í Þjóðminjasafninu 18. janúar 2014. Í greinunum er fjallað um rannsóknir á miðaldatextum með áherslu á nýjar rannsóknir á Völuspá og tengsl kvæðisins við myndræna túlkun miðalda svo og frásagnir er fjalla um endalok heimsins, dómsdag, nýjan himin og nýja jörð. Ýmsum spurningum um slík efni er svarað í þessari bók, þótt hún sé aðeins skref á langri og heillandi leið. endalok heimsins, dómsdag, nýjan himin og nýja jörð. Ýmsum spurningum um slík efni er svarað í þessari bók, þótt hún sé aðeins skref á langri og heillandi leið.